Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til framleiðslu á allt að 9.800 tonnum af laxi frjóum eða ófrjóum ( að hámarki 6.000 tonn af frjóum laxi) í Berufirði. Tillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar og gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á tímabilinu 14.desember 2018 til og með 18.janúar 2019.

Í áliti Skipulagsstofnunar segir að fyrir liggi að fyrirhugað eldi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði og Fáskrúðsfirði mun fylgja áhættumati Hafrannsóknastofnunar varðandi magn frjórra laxa í eldi. Áhættumatið miðar við 6.000 tonn af frjóum laxi í Berufirði og 15.000 tonnum í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði samanlagt, en Fiskeldi Austfjarða áformar eldi á 6.000 tonnum af frjóum laxi í Berufirði og 6.000 tonnum af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði. Að teknu tilliti til þess og áformaðra öryggisráðstafana í búnaði og rekstri telur Skipulagsstofnun að fyrirhugað eldi Fiskeldis Austfjarða muni hafa nokkuð neikvæð áhrif á stofna villtra laxa, en áhrifin eru háð óvissu. Áhrifin eru líkleg til að verða mest í laxám næst fyrirhuguðum eldissvæðum en mun einnig mögulega gæta í laxám á stærra svæði.

 

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 18.janúar 2019. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018.

 

Tengd skjöl:

Tillaga að starfsleyfi

Matsskýrsla

Álit Skipulagsstofnunar

Viðbótargreinargerð um valkosti

Umsögn Skipulagsstofnunar vegna valkostaumræðu

Gæðahandbók Fiskeldis Austfjarða hf.

Umsókn um starfsleyfi